Íslandsmót 6. deildar kvk í blaki
- Mývetningur Íþrótta-og ungmennafélag
- 12 minutes ago
- 1 min read
Um síðustu helgi keppti sameinað lið Mývetnings og Eflingar á Íslandsmóti 6. deildar kvenna í blaki. Þetta var fyrsta túrnering af þremur og fór fram í KA heimilinu á Akureyri. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann alla 5 leiki sína og er efst í deildinni en næsta túrnering fer fram 9.-11. janúar í Reykjavík.
Samstarf félaganna byrjaði síðasta vetur þegar liðin réðu sameiginlega blakþjálfara fyrir liðin, Vladimir Hauriska, frá Slóveníu. Eftir góðan árangur beggja liða undir hans stjórn ákváðu liðin síðasta vor að sameinast og taka þátt á Íslandsmótinu. Í vetur er svo sami háttur á, liðin erum með sameiginlegan þjálfara sem kemur að þessu sinni frá Völsungi. Hann heitir Juan Manuel Balnquer Sebastian og er leikmaður meistaraflokks Völsungs og honum til aðstoðar er Jorge Sanz Mora, líka leikmaður meistaraflokks Völsungs.



