top of page
Search

Síðabrekka í Kröflu Lagfærð, bylting í æfingaraðstöðu

  • Writer: Anton Freyr
    Anton Freyr
  • Oct 20
  • 1 min read

Lengi hefur þeim sem að skíðasvæðinu koma dreymt um að laga skíðabrekkuna, í gegnum árin hafði leysingarvatn rofið brekkuna í djúp gil og skorninga.

Þetta þýddi að mjög mikið magn af snjó þurfti svo hægt væri að fara á skíði.

Var svo komið vegna grafninga að ekki var lengur fært upp lyftusporið vegna þessa.

Siðiðastliðna helgi kom lokst tækifærið, Hólmgeir Eyfjörð kom með Jarðýtu frá Jóni inga Hinkrikssyni og hófst handa á Föstudags seinnipart við að móta og laga brekkuna.

Var að þessu tilefni einnig ákveðið að bæta við snjógirðingum á svæðið til að fanga meiri snjó.

Hafði skíðadeild samband við Húheild Hyrnu til að athuga hvort hægt væri að fá efni í girðingar. Ekki stóða á svörum og lét Húsheild félgainu té allt það timbur sem beðið var um og mikklu meira til eða rétt tæpann 1km af Tommu borðum, en Húsheild hafði áður gefið félaginu stauraþ

Er niðurstaða helgarinnar því sú að búið er að laga brekkuna jafn vel eða betur en mönnum dreymdi um, ásamt því að reysa um 200m af snjógirðingum.

Næsta vor verður svo farið í að sá grasfræi og áburði í brekkuna til að græða sárið.

Fyrir þá sem skíðabrekkur þekkja þarf vart að taka fram hvurslags byltingu í aðstöðu er um að ræða. Vonir standa nú til að við fyrstu snjókomu geti Mývetningur hafið skíðastarfið, Er það einlægt markmið félagsins að komast á skíði sem fljót og auðið er, og stefnan að geta opnað svæðið um leið og fyrsta snjó setur.

ree
ree
ree
ree

 
 
  • Facebook

© 2023 - Mývetningur

bottom of page