top of page

Innviðir Mývetnings

Skíðasvæði

Mývetningur á og rekur skíðasvæði við Kröflu þar sem æfingaraðstaða er góð og staðið er fyrir opnun 3-5 daga i viku eftir getu. Þess má geta að um 65% nemenda í Reykjahlíðarskóla stunda nú alpagreinar, auk þess sem haldið hefur verið úti gönguskíðasporum. Stefna Mývetnings er að auka enn frekar við alpagreinar og gönguskíða starf með metnaðarfullum áformum um uppbyggingu á skíðasvæði og reglulegri sporun gönguskíðaspor. Farið er af stað samstarfsverkefni með leik og grunnskóla um kaup á gönguskíðabúnaði fyrir allan leik og grunnskóla til notkunnar við frístund og í íþróttatímum.

Frjálsíþróttasvæði

Klifurveggur

Frjálsíþróttasvæði er til staðar hér í Mývatnssveit en þarfnast mikils viðhalds á næstu árum. Sett hefur verið upp frjálsíþróttadeild og eru æfingar allan ársins hring. Markmiðið er að laga útisvæði og tryggja iðkendum hentuga aðstöðu til æfinga.

Klifurveggur - í samstarfi við Björgunarsveitina Stefán og Sveitarfélagið hefur verið settur upp klifurveggur í íþróttahúsi IMS. Mývetningur kemur að því starfi á öflugann hátt bæði með vikurlegum klifuræfingum fyrir börn og fullorðna sem og þróun og umsjón með klifurveggnum. Er þetta þáttur í þeirri stefnu Mývetnings að stuðla að útivist og fjallamennsku, enda Mývatnssveit umlukin fjöllum og tækifærum til útivistar.

Starf fullorðinna fer vaxandi.Íþróttafélagið er fyrir okkur öll og stefnir Mývetningur á að því að auka til muna þátttöku fullorðina. Á vegum Mývetnings æfir öflugt blaklið kvenna úr sveitinni sem keppt hafa á öldungamóti og stuðlað að mikilli samveru og hreyfingu og er það til fyrirmyndar. 

Keppendur i íslenskri glímu keppa á vegum Mývetnings og er áhugi að styrkja glímustarfið áfram í framtíðinni. Að auki er óteljandi möguleikar fyrir fullorðna að nýta þjónustu félagsins til æfinga, samveru og jafnvel keppnis.

Starf fullorðina
 

Hér erum við

bottom of page