top of page

Herðubreið Frá 2023

Fjallahringur Mývetnings

Einstaklingum og fyrirtækjum verður nú boðið að gerast hluti af fjallahring íþróttafélagsins Mývetnings.

Líkt og Mývatnssveit sjálf er umlukin áberandi, fallegum og traustum fjallahring mun íþróttafélagið Mývetningur verða umlukið áberandi og traustum fjallahring einstaklinga og fyrirtækja sem standa munu vörð um æskulýðs og ungmenna mál í Mývatnssveit. Fjöllinn í Fjallahringnum verða Herðubreið, Bláfjall,Vindbelgur og Krafla. 

 

Íþróttafélagið Mývetningur hefur lengi verið mótandi afl í Mývatnssveit. Félagið sér nú meðal annars um íþrótta og æskulýðs starf í Mývatnssveit auk fjölda verkefna og námskeiða fyrir bæði börn og fullorðna. 

Íþrótta og ungmennastarf er mjög stór þáttur í því verkefni að búa íbúum og fjölskyldum þeirra öfluga þjónustu og bæta samfélagið.  Einn af þáttum í ákvarðanatöku einstaklinga og fjölskyldna í ákvörðun um búsetu er aðgengi að íþrótta og æskulýðsstarfi.  Með þátttöku í Fjallahringnum geta fyrirtæki/einstaklingarge þannig bætt velsæld starfsmanna og aukið líkur á því að fólki líði vel hér í Mývatnssveit. Auk þess að hjálpa okkur að byggja upp æskulýðs starf til framtíðar.

 

Þrátt fyrir að Mývetningur eigi stóran hóp af frábærum sjálfboðaliðum þá fellur til mikill kostnaður við uppbyggingu á innviðum, kaup á búnaði, þjálfun og námskeiðahaldi.

 

Á síðustu árum hefur Mývetningur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum. 2021-2023 voru/eru reglulegar æfingar barna: Skíðaæfingar, klifur/fjallamennska, yoga/slökun, fimleikar, frjálsar, dansnámskeið, zoomba námskeið auk þrek þjálfun fyrir börn. Haldin eru námskeið fyrir fullorðna, í klifri, skyndihjálp, gönguskíðanámskeið, þjáfaranámskeið og ýmislegt fleira. 

​

Íþóttafélagið Mývetningur er almannaheillafélag.

Að vera almannaheillafélag þýðir að þeir sem styrkja slík félög fá framlag sitt frádráttarbært frá skatti upp að ákveðnu marki.  Hámark til frádráttar fyrir einstaklinga er 350 þúsund á ári og 700 þúsund fyrir hjón.  Ef við tökum dæmi um einstakling sem styrkir almannaheillafélag um 25.000,- á mánuði eða 300.000,- á ári,  þýðir það skattaafslátt kr. 109.296,- á ári.  Styrkir til slíkra félaga verða forskráðir á framtöl gefenda.

Herðubreið 

150.000 kr á mánuði,

2 ára samningur 

  • 1 stk í boði

  • Stórt skilti með vörumerki í íþróttaheimili Mývetnings. 

  • Auglýsingarskilti á lyftuskúr skíðasvæðis í Kröflu (ákveðin stærð en hönnun frjáls)

  • Alltaf boðið aðalauglýsing á allan merktan fatnað á 50% verði ef áhugi er á því.

  • Auglýsing í hlaupastelpunni þar sem styrktaraðilum er þakkað fyrir 2x á ári  

  • Merkjavara frá mývetningi fyrir alla starfsmenn

  • Vörumerki alltaf látið fylgja með í auglýsingum á vegum Mývetnings

  • Tekið fram á facebook haus Mývetnings “aðalstyrktaraðili Mývetnings er "herðubreið"

  • Árleg  viðurkenningu um “Herðubreið og ártal”  

75.000 kr á mánuði

  •  6stk í boði

  • 2 ára samningur 

  • Skilti með vörumerki/nafni í íþróttaheimili Mývetnings

  • Auglýsingaskilti á mastur á skíðalyftu (ákveðin stærð en hönnun frjáls)

  • Vörumerki/Nöfn látin fylgja með á fót allra auglýsinga frá Mývetningi.

  • 50% afslátt af vörumerki á búning í “Bláfjalls stærð” þegar prentaðir eru búningar. 

  • Auglýsing í hlaupastelpunni þar sem styrktaraðilum er þakkað fyrir 2x á ári  

  • Árleg viðurkenning um “Bláfjall og ártal” 

Bláfjall

Vindbelgur

Vindbelgur_edited.jpg

 

   25.000 kr á mánuði (1 árs samningur )

​

  • ótakmarkaður fjöldi

  • Listi settur inn á facebook síðu Mývetnings með lista yfir Vindbelgi ársins 

  • Auglýsing í hlaupastelpunni þar sem styrktaraðilum er þakkað fyrir 2x á ári 

  • Viðurkenning um “Vindbelg og ártal” 

  • Forgangur í merkingar á fatnaði.

Contact

5.000 kr á mánuði

  • Auglýsing í hlaupastelpunni þar sem styrktaraðilum er þakkað fyrir 2x á ári 

  • Prentað þakkarbréf á hverju ári með viðurkenningu um “Krafla ártal”

Krafla

krafla_edited.jpg

Skráðu fyrirtæki eða einstakling í Fjallahring

Tel: +354-8469052     Email: myvetningur@gmail.com

Takk fyrir Skráninguna - Haft verður samband

bottom of page