Haustmót u12 og Íslandsmót u16 í blaki
- Mývetningur Íþrótta-og ungmennafélag
- 3 days ago
- 1 min read
Helgina 14. - 16. nóvember fór fram Íslandsmót u12 og u16 í blaki fram í Kópavogi og Reykjavík. Mývetningur átti 6 keppendur á mótinu. Fjórar stelpur spiluðu í sameinuðu liði með BF frá Siglufirði í u16 og stóðu sig mjög vel. Liðið endaði í þriðja sæti en þetta var fyrsta umferð af þremur. Seinni tvær umferðirnar fara fram í febrúar og maí. Á haustmóti u12 voru tveir iðkendur frá okkur í blönduðu lið með Völsung og þar gerðu þau sér lítið fyrir og unnu mótið. Frábær árangur á fyrsta blakmótinu þeirra og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.





