Unglingalandsmót UMFÍ
- Mývetningur Íþrótta-og ungmennafélag
- Aug 16
- 1 min read
Um Verslunarmannahelgina fór flottur hópur Mývetninga ásamt öðrum í HSÞ á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum í sól og blíðu. Kepptu okkar krakkar í hinum ýmsu greinum, fótbolta, frjálsum, kökuskreytingum og ýmsu fleiru. Þau stóðu sig með mesta sóma, bæði innan keppni og utan og erum við mjög stolt að HSÞ hafi hlotið fyrirmyndarbikar mótsins. Í frjálsum komu fjögur verðlaun heim í einstaklingsgreinum. Jón Dagur Héðinsson með silfur í kúluvarpi og spjótkasti í flokki 12 ára drengja, Emelía Rós Rúnarsdóttir með gull í hástökki í flokki 12 ára stúlkna og Maríon Edda Stefánsdóttir með gull í 800m hlaupi í flokki 15 ára stúlkna. Einnig fengu þau nokkur verðlaun fyrir boðhlaup í blönduðum sveitum milli félaga. Mikið var um persónulega sigra og bætingar á fyrri árangri.





































