top of page
Search

17.sept stjórnarfundur

  • Writer: Anton Freyr
    Anton Freyr
  • Oct 20
  • 1 min read

Fundur settur kl. 20:14


Viðstaddir:

ree

Anton Freyr Birgisson

Jóhanna Jóhannesdóttir

Sandra Haraldsdóttir

Ragnheiður Jóna Leví Grétarsdóttir

Sylvía Ósk Sigurðardóttir

Aðalbjörg Birgisdóttir


  1. Aðalbjörg kom með tillögu um að setja upp bráðabirgða skilti fyrir Jarðböðin upp í ÍMS, því það er verið að búa til nýtt logo og henni langar að bíða eftir því. - Stjórn samþykkir þessa tillögu einróma!

  2. Blakþjálfari - Frá Völsungi hann heitir Juan. Hann getur bara verið á þriðjudags æfingum og þeim laugardögum sem hann er ekki að keppa. Við borgum ásamt Eflingu launin hans og bílinn. 

    1. Stjórn samþykkir að veita Jóhönnu umboð til að ganga frá þessum málum sem og leggja til æfingagjöld til að koma á móti kostnaði. 

    2. Krakka og fjölskyldu blak á laugardögum verður haft “ málamynda skráningargjald til að skrá hverja fjölskyldu á Abler” 5000 isk per fjölskyldu fram að áramótum 

    3. Æfingagjöld barna verða 10.000isk per æfingu per viku líkt og áður ´

    4. Æfingagjöld fyrir Fullorðna verða 40.000isk per önn fyrir almennar æfingar 55.000isk á önn fyrir þátttakendur í Íslandsmóti 

  3. HSÞ - UMFÍ Sjóðir, íþróttasjóður 

    1. Aðalbjörgu er falið að afla upplýsinga um hvað þarf að gera fyrir frjálsíþróttavöllinn, forgangsraða og leggja til um hvað verður sótt. 

  4. Fyrirspurn frá Önnu Dagbjörtu um leiklistarnámskeið, sem er partur af Maður er manns gaman. Mývetningur fagnar erindinu og tekur jákvætt í erindið og felur Aðalbjörgu að ræða frekar við Önnu Dagbjörtu. 

  5. Róa þarf öllum árum að því að ráða tæknilegan skíðaþjálfara. 


Fundi slitið kl.21:13

 
 
  • Facebook

© 2023 - Mývetningur

bottom of page