15.okt 2025
- Anton Freyr

- Oct 20
- 2 min read
Fundur sett

ur kl.18:10
Viðstaddir:
Anton Freyr Birgisson
Hallgrímur Páll Leifsson
Sandra Haraldsdóttir
Ragnheiður Jóna Leví Grétarsdóttir
Ingibjörg Eyfjörð Hólmgeirsdóttir
Á morgun mun Hallgrímur ásamt vonandi einhverjum liðsauka fara upp á skíðasvæðið upp í Kröflu til að græja brekkuna fyrir veturinn. Ingibjörgu var falið að ræða við föður sinn hann Hólmgeir varðandi tæki og tól. Þegar búið verður að græja tæki til að fara í brekkuna þá þarf að fara sem fyrst í snjó girðingarnar í framhaldi.
Tekið var fyrir mál sem Soffía Kristín Björnsdóttir sendi inn fyrir hönd Mývatnsstofu varðandi Mývatnsmaraþonið. - Stjórn er tilbúin að skoða þetta með opnum hug. - Stjórn þarf helst að fá skilgreiningu í hverju það felst að taka við Mývatnsmaraþoninu áður en stjórn tæki endanlega ákvörðun um þetta ákvörðun.
Eldriborgara afsláttur. Mál kom upp frá eldri borgara sem stundar þrek tíma hjá Söndru um hvort Mývetningur gæti verið með einhvers konar eldri borgara afslátt. Stjórn tók vel í þá hugmynd og er spurning um að semja við sveitarfélagið líka.
Samningur við sveitarfélag. En samningur okkar við sveitarfélagið rennur út um áramót.
Anna Bragadóttir kom í stutta stund inn á fundinn með umræðu vegna skautasvellsins sem Mývetningur ætlar að reyna að græja í vetur. Hún er sumsé búin að ræða við þá á Eigilsstöðum sem hafa verið með skautasvell þar í nokkur ár. Hugmyndin er sú að setja þetta svell þar sem sundlaugin var. Grafa örlítið úr holunni, gera grunninn rennisléttann og svo dúk yfir grunninn. Síðan ætti planið að vera þannig að það ætti að vökva þetta jafnt og þétt og alls ekki mikið vatn í einu. Byrja á því um leið og það fer að frysta. Anna mun senda inn beiðni til Ingimars um þessa hugmynd. Og að auki óska eftir styrk frá Eflu. - Stjórn þakkar Önnu fyrir gott innslag og er stjórn spennt fyrir þessu.
Hallgrímur kom með upp á borð að það yrði skipt um þak á ÍMS næsta sumar. Stjórn fer strax í það að senda teikningar og hugmyndir á sveitarfélagið með hugmyndir Mývetnings hvernig best væri að nýta þakið.
Skíðakennari. Stjórn er með einhverjar pælingar varðandi skíðakennara og mun stjórn skoða þetta meira. Það þyrfti að henda inn auglýsingu sem fyrst.
Fundi slitið kl.19:15


