top of page

Fundagerð stjórnar 23. Oktober 2023

23. okt. 2023

Fundur 23. október 2023


Fundarmenn: 

Anna Sigríður 

Jóhanna Jóhannesdóttir

Anton Freyr Birgisson

Hallgrímur Leifsson

Linda Björk Árnadóttir

Sandra Haraldsdóttir
  1. Anton vekur athygli á kvennafrídegi, leggur til að hann og Kai hafi klifuræfingu fyrir börnin það er samþykkt. Einnig lagði Jóhanna til að Aðalbjörg fengi greidd laun fyrir þá þjálfun sem hún á að vera með á kvennafrídaginn. Samþykkt samhljóða.  1. Klifuræfingar, Anton upplýsti stjórnina um að svo virðist sem klifurkennarinn sem var búið að ræða við um að þjálfa fyrir félagið væri að hætta við. Annars hefur Anton verið í sambandi við 600 klifur, á Hjalteyri, varðandi það að þau komi og þjálfi fyrir okkur. Klifurmál félagsins voru rædd heildrænt.


  1. Nú styttist í snjóinn og þar af leiðandi skíðaæfingar, því miður kom of mikill snjór til að fara í jarðvegsframkvæmdir og þær munu ekki fara fram á þessu ári. Hallgrímur leggur til að hann fari að gera drög að æfingatöflu og við þurfum að ákveða æfingagjöld sem fyrst. Æfingagjöldin verða 20 þúsund með 50% systkinaafslætti


  1. Gjaldkeri lagði til að félagsgjöld yrðu send út í október. Félagsgjaldið verður 4000 kr fyrir 18 ára og eldri og 2000 kr fyrir 7 - 17 ára. Samþykkt samhljóða.
bottom of page