top of page

Fundagerð Aðalfundar Mývetnings

Anton Freyr

5. mar. 2024

Mývetningur íþrótta- og ungmennafélag

Aðalfundur 2024


Mývetningur íþrótta- og ungmennafélag

Aðalfundur 2024



Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins.Meðal dagskrárliða á aðalfundi skulu vera:1. Fundarsetning formanns.

Formaður setur fund kl.20:38 - Það mætti einn aðili á fundinn fyrir utan stjórnarmeðlimi / sá aðili var að koma inn í stjórn

2. Skipun fundarstjóra og fundarritara.

Hallgrímur Páll samþykktur sem fundarstjóri

Sandra samþykkt sem fundarritari


3. Skýrsla formanns um störf félagsins á liðnu starfsári.

Formaður fer yfir árskýrsluna.


4. Gjaldkeri leggur fram ársreikning liðins starfsárs.

Gjaldkeri lagði fram ársreikning.

Eftirfarandi athugasemdir við ársreikning voru ræddar:

  • Anton bendir á að rúmlega 200%  verðskrárhækkun sveitarfélagsins vegna notkun á íþróttamiðstöð skekkir verulega styrkja lið rekstrarreiknings.- Veittir styrkir og gjafir eru hærri í fyrra heldur en í hittifyrra út af bolum, buffum og fleira sem Mývetningur hefur verið að kaupa og gefa.




5. Umræður og afgreiðsla skýrslu formanns og ársreiknings.

Skýrsla formanns og ársreiknings samþykkt samhljóða.


6. Ákvörðun árgjalds.

Stjórn leggur til að árgjald sé hækkað í takt við verðbólgu, þar sem engin hækkun var 2023 er lögð til 10% hækkun. 


Árgjald sem lagt er til er eftirfarandi:

4400 ísk fyrir 18 ára og eldri 

2200 ísk fyrir 7-17 ára 

0 ísk fyrir 0-7 ára

  • Allir samþykktu árgjöldin sem voru lögð til.


7. Lagabreytingar, ef löglega bornar tillögur liggja fyrir fundinum.

Engar lagabreytingar lágu fyrir fundinum. 

Lög verði sett inn á heimasíðuna. Þau ættu að vera til, það þarf bara að færa þau yfir á heimasíðuna.


8. Kosningar: a) Formaður

- Anton Freyr  kosinn til eins árs sem formaður

b) Tveir stjórnarmenn til tveggja ára og tveir varamenn til eins árs.

Stjórnarmenn til tveggja ára -  Sandra Haraldsdóttir og Ragnheiður Jóna Leví 

Varamenn til eins árs - 

c) Tveir skoðunarmenn reikninga til eins árs. - Uppstillingarnefnd leggur til: 

Gunnhildur Stefánsdóttir - kosin til eins árs

Elísa Dagmar - kosin til eins árs

d) Kjör aðal- og varafulltrúa á Ársþing H.S.Þ. Fundurinn felur stjórn að ákveða hverjir fara - þurfum 4 einstaklinga

H.S.Þ ársþing fór fram í febrúar og ekki hægt að afgreiða þennan lið. 

Þeir sem ætla á Ársþing H.S.Þ. - Anton, Jóhanna, Sigga Jósa

e) Stjórn eftir kosningar er eftirfarandi 

1 Anton Freyr Birgisson

2 Jóhanna Jóhannesdóttir

3 Hallgrímur Páll Leifsson

4 Sandra Haraldsdóttir

5 Ragnheiður Jóna Leví Grétarsdóttir

6 Vara : Jón Nonni Friðriksson

7 Vara : Ingibjörg Eyfjörð 




9. Önnur mál.

Stefnumótun Mývetnings

Hvaða verkefni telur fundurinn mikilvægust fyrir Mývetning á komandi árum ? 

  • Það er að nýta betur Heimasíðuna, viðburðadagatal og Abler til að kynna viðburði. 

Heimasíða Mývetnings 

www.Mývetningur.is 

Fjallahringur Mývetnings

  • Tekjur af Fjallahring Mývetnings árið 2023 voru 4.825.000 isk 

Rætt var um fimleikaþjálfun í sumar

Rætt var um tækifæri sem felast í að Mývetningur tæki aukinn þátt í rekstri á ÍMS



10. Fundarslit.

Fundi slitið kl.21:14

Á fundinum ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum mála, að undanteknum lagabreytingum og atkvæðagreiðslu um slit félagsins sbr. 6.kafla laga þessara. Kosningar skulu vera skriflegar með eða án tilnefninga. Séu atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum.




Aðalfundur Mývetnings - Mars 2024 - Fundagerð Mýve
.pdf
Download PDF • 75KB

bottom of page