11. mar. 2024
Stjórnarfundur mánudaginn 11. mars 2024
Fundur settur kl. 20:40
Stjórn ræður um fundartíma
Ákvörðun var tekin að hafa fund einu sinni í viku, hafa þann möguleika að einn fundur í mánuði getur dottið út.
Stjórn ákveður að hafa fundi á miðvikudagskvöldum kl.20:30
Vikulegir fundir fram að vori
Ársþing HSÞ
Þeir sem fóru á Ársþingið voru nokkuð sáttir með fundinn
Reglubreytingar á úthlutunarreglum lottótekna verða til þess að framlög til Mývetnings skerðast um helming. Stjórn Mývetnings harmar þessar breytingar og telur að þær muni hallar verulega á íþróttafélög í dreifðari byggðum.
ÍMS
Rætt var aðeins um hvert planið okkar varðandi Íþróttaheimili Mývetnings gæti orðið.
Formaður fer yfir stöðu mála í samtali við sveitarfélagið,
Stjórn felur formanni að óska eftir að verkefnið “Íþróttaheimili Mývetnings” verði tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi.
Stjórn mun óska eftir því að sveitarfélagið skipi fulltrúa til að fara í samningaviðræður við Mývetning um að Mývetningur taki við rekstri ÍMS.
Kaup á snjósleða
Formaður víkur af fundi við upphaf þess máls.
Snjósleði er í boði fyrir okkur á 150.000 kr
Umræður voru ræddar um þennan snjósleða, hvar á að geyma hann, hvað þarf að gera við þennan sleða, hvaða reglur verða í kringum snjósleðan o.s.frv.
Samþykkt af stjórn að kaupa snjósleðann.
Æfingar sumarsins
Fótboltavöllurinn/Frjálsíþróttavöllurinn, talað um að hafa vinnudag á vellinum líkt og gert var síðasta sumar.
Spurning að hafa tvö tímabil eins og við gerðum í fyrra, júní og ágúst
Ef opnunartími ÍMS verður með sama hætti og verið hefur verður ekki hægt að hafa tíma á föstudögum í sumar ef þeir þurfa að vera inn í íþróttahúsi.
Júdo
Stjórn fagnar því að Júdó starf sé farið af stað.
Stjórn Mývetnings samþykkir að að bjóða Júdó starfinu tíma í ÍMS á kostnað Mývetnings ef áhugi er á því næsta haust/vetur. Söndru falið að ræða við Arnar Halldórs um þetta mál.
Keppnisgalli - pöntun
Beðið eftir svörum um keppnisgalla
Lagt er til að Mývetningur taki þátt í kostnaði við kaup á sérhönnuðum keppnisgöllum fyrir skíði. Verða gefin út tilmæli til foreldra að láta gallana ganga á milli iðkenda í framtíðinni.
Stjórn samþykkir að halda áfram með verkefnið.
Snjókrossmót
Veitingasala - Gekk ekki eins vel og ætlast var - Þessi þjónusta verður í boði aftur að ári - Það þarf að auglýsa veitingasöluna meira/betur með því að hafa skilti til dæmis og láta þá vita sem sjá um snjókrossið að þessi sala verði í boði.- Það þarf að skoða klósettmál betur fyrir næsta ár, komum með ábendingu til AMS um leigu á kömrum.
Stjórn vill koma á framfæri sérstökum þökkum til allra þeirra sem tóku þátt í því starfi.
Staða reikninga
Gjaldkeri fer yfir reikninga félagsins.
Stjórn fagnar jákvæðri stöðu reikninga.
Stjórnir deilda
Umræður hafa skapast um að stofna deildir utan um ákveðin störf innan félagsins,
t.d stofnun skíðadeildar sem og mögulega fleiri deildir.
Stjórn samþykkir að skoða nánar hvort efna þurfi til félagsfundar til stofnunar slíkra deilda.
Andrésar Andar leikar
Skráning á Andrésar Andar leika hefst í næstu viku,
Skráningargjöld hafa hækkað frá síðasta ári, stjórn samþykkir að greiða skráningargjöld fyrir þau börn sem taka þátt á Leikunum.
Það þarf að panta pizzahlaðborð á Greifanum
Páska bingó
Miðvikudagurinn 27.mars kl.17:00
Það verða bara páskaegg í vinning
Verður haldið í Reykjahlíðarskóla
Smá sala
Verkefnastaða
Rætt um ráðningu starfsmanns, stjórn samþykkir að leita að verkefnastjóra í launaða vinnu til að vinna að afmörkuðum verkefnum.
Önnur mál
Fundi slitið kl.22:22