Fundur settur kl.20:35
Fjarfundur
Viðstaddir :
Anton Freyr Birgisson
Hallgrímur Páll Leifsson
Jóhanna Jóhannesdóttir
Sandra Haraldsdóttir
Ragnheiður Jóna Leví Grétarsdóttir
Ársuppgjör varðandi Mývó Þrek
Samþykkt að gera upp við Söndru skv samningi um að skipta hagnaði af Mývó þrek milli Mývetnings og Söndru.
Samningurinn við Landsvirkjun var ræddur, samþykkt að skrifa undir 3ja ára samning.
Fyrirspurn er varðar endurnýjun á samningum um fjallahring Mývetnings.
Formaður leggur fram tillögu þess efnis að ef fleiri en einn aðili vilji koma inn í fjallahring sem Herðubreið, verði farið í útboð á þeirri styrktarlínu og hæsta tilboði tekið. - Stjórn samþykkir þessa tillögu og er formanni og varaformanni falið að sjá um framkvæmd á því útboði ef til þess kemur.
Rætt var um markaðssetningu á Fjallahringnum
Formanni falið að leita tilboða við að fá aðstoð við þá markaðssetningu.
Kort í Íþróttaheimili Mývetnings
Lögð er fram sú tillaga að Mývetningur kaupi kort að Íþróttaheimili Mývetnings fyrir þjálfara á vegum félagsins, yfir þann tíma sem samið er um þjálfun.
Tillaga samþykkt og gjaldkera falið að óska eftir tilboði í slík kort frá sveitarfélaginu. Óskum við eftir að fá að kaupa kort fyrir þjálfara á á verði árskorts, en fyrir 1x mánuð í einu.
Afslættir í Sportabler
Hallgrímur leggur til að breyta verðlagningu á sportabler Hætta gefa afslætti en lækka útgefin verð niður í afsláttarverð þar sem nær allir notendur eru nú þegar í félaginu. Þeir sem kaupa námskeið verða hins vegar skráðir í félagið sjálfkrafa.
Tillaga samþykkt af stjórn.