Mývetningur á MÍ 15 - 22 ára
- Mývetningur Íþrótta-og ungmennafélag
- Jun 25
- 1 min read
Helgina 20. - 22. júní var Meistaramót Íslands í frjálsum 15 - 22 ára haldið á ÍR velli í Reykjavík og átti Mývetningur þar 1 keppanda sem keppti undir merkjum HSÞ. Maríon Edda Stefánsdóttir keppti í 300m, 800m og 2000m hlaupi í flokki 15 ára stúlkna. Hún setti persónulegt met í öllum greinum en hún endaði í 6. sæti í 300m, í 2.-3. sæti í 800m og í 2. sæti í 2000m hlaupi. Mjög flottur árangur og verður gaman að fylgjast með henni á öðrum mótum í sumar.