top of page
Search

Mývetningur á MÍ 11 - 14 ára

  • Writer: Mývetningur Íþrótta-og ungmennafélag
    Mývetningur Íþrótta-og ungmennafélag
  • Jun 18
  • 1 min read

Helgina 14. - 15. júní var Meistaramót Íslands í frjálsum 11 - 14 ára haldið á ÍR velli í Reykjavík. Mótið fór fram í sól og blíðu og átti Mývetningur 2 keppendur sem kepptu undir merkjum HSÞ. Báðar voru þær í 12 ára flokki stúlkna og kepptu í fjölþraut (60 m spretthlaupi, 400 m hlaupi, langstökki, hástökki, spjótkasti og kúluvarpi). Þær stóðu sig einstaklega vel og enduðu í 7. og 8. sæti í fjölþrautinni. Mörg persónuleg met féllu þessa helgina hjá okkar keppendum og gerði Emelía Rós Rúnarsdóttir sér lítið fyrir og vann hástökkið á persónulegu meti og einnig áttum við bronshafa í spjótkasti. Við stefnum á fleiri mót í sumar og spennandi verður að fylgjast með okkar krökkum á þeim.


 
 
  • Facebook

© 2023 - Mývetningur

bottom of page