top of page
Search

Gönguskíðaspor

  • Hallgrímur Páll Leiffson
  • Jan 7
  • 1 min read

Þá hefur aðeins bætt í snjóinn og kominn tími til að skella sér á gönguskíði. Erum búin að spora hefðbundar leiðir eins og sést á kortinu. Það er hægt að labba hring, en hafa má hugfast að það er afar lítill snjór á göngustígnum í Vogum þar sem við fórum með sporann.

Aðkoman frá verkstæðinu á Múlavegi er líka frekar snjólítil, þó ætti maður ekki að lenda á grjóti þar þótt það sé smá gróður upp úr sporinu.

Aðkoman frá Hlíðarrétt er með besta móti. Nægur snjór alveg frá byrjun.



 
 
  • Facebook

© 2023 - Mývetningur

bottom of page