Loksins er komið að því! Við erum búin að græja gönguskíðaspor á milli Voga og Reykjahlíðar. Leiðin er hefðbundin eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Best að komast inn á sporið frá Hlíðarrétt eða Gistihúsunum í Vogum. Það er líka hægt að fara beint í suður frá verkstæðinu á Múlavegi og komast þaðan inn á sporið. Kjörið að skella sér á skíði í skammdeginu.
Hallgrímur Páll Leiffson