top of page
Writer's pictureMývetningur Íþrótta-og ungmennafélag

Fundagerð. 23.sept 2024 




  1. Fundur með Sveitarfélagi 

Á miðvikudag næstkomandi er formaður boðaður á fund sveitarfélags.

Formaður fór yfir markmið fundarins, en fyrir liggur að endurnýa þarf samninga félagsins og Þingeyjarsveitar.  


4 - Skíðasvæði

Haldinn var fundur með þeim hópi sem haldið hefur utan um rekstur Skíðasvæðis og farið yfir markmið vetrarins. 

Einróma skoðun fundarmanna er að helsta forgangsatriði skíðasvæðis sé að koma húsi eða skýli yfir Snjótroðara.


3 - Meðlima kort / Félaga skírteini. 

Stjórn hefur fengið ábendingar um að breyta orðalagi við uppsetningu enda sé réttara að tala um Félagasskírteini heldur en Meðlimakort. 

Ljóst er að töluverð handavinna verður að breyta þessu, en stjórn sammála um að rétt sé að gera það strax heldur en á síðari stigum. 

Formanni falið að tala við Verkefnastjóra verkefnisins og aðstoða við að breyta þessu.


4 - Blak og Þrek 

Tekið hefur til starfa blakþjálfari sem sér um þjálfun á blaki fyrir fullorðna og börn 

Vel hefur gengið að fá skráningu í blak Kvenna og barna. Mikil ánægja er með störf Vladimir og hlakkar stjórn til að sjá blakið dafna í vetur. 

Þrek. Mývetningur hóf samstarf við Söndru Haraldsdóttir um samrekstur á þeim þrek tímum sem hún hefur verið með. Skráning fer vel af stað en telur stjórn að tilefni sé til að auglýsa tímana enn betur og leggur til átak á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á þessum tímum.


5 - Fótbolti karla. Umræða skapaðist um samstarf Mývetnings og fótboltaæfinga karla. Hafa þær æfingar verið án þjálfara og í samstarfi við Mývetning síðastliðin ár. 

Stjórn lýsir yfir áhuga á að setja upp fótbolta tíma inn á sportabler og kynna vikulega fótbolta tíma bæði á Íslensku og Ensku. Hallgrími falið að hafa samband við forsvarsmenn fótbollta starfsins til að ræða næstu skref. 



6 - Systkinaafsláttur.. 

Stjórn samþykkir að systkinaafsláttur fyrir þriðja systkini sé 75%. 


7 - Samningur við Blakþjálfara

Gjaldkeri kynnti stöðu mála í samningi við Blak þjálfara. Stjórn samþykkir að skoða leiðir til að koma Vladimir í húsnæði í Reykjahlíðarþorpi. Stjórn ákveður að leita leiða til að lækka aðra kostnaðarliði til að koma á móts við mögulega kostnaðaraukningu við það. Meðal annars við kostnaðarþátttöku Mývetnings við bílaleigubíl sem og matarkostnað, verði leitað tilboða fyrirtækja í þann lið. Einnig hafa iðkendur í blaki boðist til að taka þátt við aukinn kostnað ef svo fer. 



0 views

Recent Posts

See All

留言


bottom of page