Aðalfundur Mývetnings
Aðalfundur Mývetnings íþrótta- og ungmennafélags verður haldinn á Sel-Hótel Mývatni þriðjudaginn 5. mars næstkomandi.
Fundurinn hefst klukkan 20:30.
Dagskrá fundar:
Hefðbundin aðalfundarstörf.
Kynning á verkefninu “Fjallahringur Mývetnings”
Opnar umræður um stefnumótun Mývetnings til framtíðar.
Jóhanna Jóhannesdóttir og Hallgrímur Páll Leifsson sitja áfram í aðalstjórn, Anton Freyr Birgisson býður sig fram til formanns og Sandra Haraldsdóttir býður sig fram í aðalstjórn til 2ja ára. Óskað er eftir kröftugu fólki í aðalstjórn og varastjórn. Þeir sem hyggjast bjóða fram krafta sína til setu í stjórn láti vita með tölvupósti, eða hafið samband við uppstillingarnefnd: (Jóhanna Jósa sími:847-4174, Anton Freyr sími:846-9052)
Stefnt er á að fyrir liggi framboð í stjórn fyrir fund. Þeir sem ekki hafa áhuga á stjórnarsetu geta því mætt áhyggjulausir à fund og tekið þátt í umræðum. :)
Endilega hafið samband á netfangið myvetningur@gmail.com, á heimasíðunni myvetningur.is eða á Facebook-síðu Mývetnings fyrir nánari upplýsingar.Stjórn Mývetnings